María Ellingsen

Search
Close this search box.

Leiklistarkennsla á Grænlandi

Grænlenska Þjóðleikhúsið rekur leikilstarskóla og var Maríu boðið að koma þangað og kenna Grotowsky tækni og spuna. Árið áður höfðu nemendur skólans komið á námskeið hjá henni á Íslandi.

Á sama tíma notaði hún tækifærið til rannsóknarvinnu fyrir nýtt verk um konur á Norðurslóðum.

“Ég flaug til Nuuk í hauströkkrinu og steig út í þessa yfirþyrmandi víðáttu sem er í senn falleg og ógnvænleg. Og um kvöldið dönsuðu yfir höfði mér þau sterkustu norðurljós sem ég hef augum litið. Leikhúsið er lítið í sniðum og það er skólinn líka. En það sem er ekki lítið er krafturinn og dýptin í listamönnunum og tenging þeirra við 5000 ára gamla menningu sína og sögu á þessari snjóauðn.

Allt er lifandi, steinar, haf, himinn og allt tengist. “

Deila frétt