Glæpa serían Reykjavík 112 eftir metsölubók Yrsu Sigurðardóttur var frumsýnd á RÚV í haust. Þar lék ég virta vísindakonu sem verður skotmark morðingja sem er ósáttur við rannsóknir hennar.
Það er enginn annar er Snorri Þórisson sem framleiðir seríuna fyrir Pegasus en hann framleiddi einnig AGNES, söguna af örlögum Agnesar Magnúsdóttur sem var hálshöggvin 1830 og ég lék um árið á móti Baltasar Kormáki. Snorri hafði óneitanlega hálfgert samviskubit yfir að standa fyrir því í annað sinn að ég væri tekin af lífi á filmu og lofaði mér því að í næsta verkefni yrði ég langlífari:)
Þríeykið Reynir Lyngdal, Tinna Hrafnsdóttir og Óskar Þór Axelsson leikstýrðu einvala liði leikara í þessari metnaðarfullu og vönduðu framleiðslu þar sem ekkert var til sparað.
Með helstu hlutverk fóru Kolbeinn Arnbjörnsson, Vivian Ólafsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Ebba Katrín Finnsdóttir, Þorsteinn Pálmarsson og María Ellingsen.
Handritshöfundar voru Óttar M. Norðfjörð, Björg Magnúsdóttir og Snorri Þórisson.