Trú, von og kærleikur

„Trú, von og kærleikur“ er vinnuheiti sjónvarpsþáttaraðar sem María er með í þróun. Þar mun hún beina sjónum sínum að sr.Haraldi Níelssyni langafa sínum sem talin er einn mesti áhrifamaður síðustu aldar í andlegum málum Íslendinga.

Haraldur var prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands frá stofnun hans árið 1911 og háskólarektor í annað sinn þegar hann lést vorið 1928. Hann var einn helsti boðberi frjálslyndu guðfræðinnar á Íslandi á síðustu öld líklega var hann einn mesti predikari sem íslensk kirkja hefur átt fyrr og síðar. Langar raðir mynduðust við Fríkirkjuna í Reykjavík þar sem hann predikaði reglulega. Í spönsku veikinni 1918 var hann á þönum milli veiks fólks í Reykjavík að hugga og styrkja stofnaði Sálarrannsóknarfélag Íslands ásamt vini sínum og samstarfsmanni Einar H. Kvaran rithöfundi til að gefa fólki ljós og von í þeirri sorg sem þá ríkti í Reykjavík Einnig er hans minnst fyrir það afrek sem hann vann með þýðingu Gamlatestamentisins úr frumálinu sem fyrst kom úr árið 1912.

Margar persónur tengjast sögu hans og má þar nefna Indriða miðill, Matthías Jochumsson, Ólöfu frá Hlöðum, Einar H. Kvaran, Jón Helgason, Hallgrím Sveinsson biskup auk þeirra Bergljótar Sigurðardóttur og Aðalbjargar Sigurðardóttur sem voru konurnar í lífi hans.

Deila frétt