“Bænin” predikun Haralds Níelssonar í Fríkirkjunni í Reykjavík 

Fyrsta sunnudag í aðventu 2. desember flutti María predikunina “Bænin”” eftir Harald Níelsson í Fríkirkjunni en þar stóð hann í predikunarstólnum fyrir hundrað árum síðan og langar biðraðir mynduðust þegar fólk hópaðist að til að heyra hann tala. 

“Það var vægast sagt mögnuð upplifun að ganga þarna inn kirkjugólfið með bíblíuna hans í höndunum og flytja þessa tímalausu hugvekju fulla af visku og kærleik.

Sr. Hjörtur Magni lét svo lítið að leyfa mér að messa þarna með sér og er ég þakklát honum fyrir traustið og þá virðingu sem hann fyrir hönd Fríkirkjunnar í Reykjavík sínir minningu langafa.”

Deila frétt