Leynilegur dansferill í Finnlandi

Það má segja að María eigi leynilegan dansferill í Finnlandi en hún dansaði þar í fjórða skipti nú í haust.

Í Norrænu lista samstarfi hefur hún tengst tveimur tilrauna dönsurum Reijo Kela og Raisu Foster og þar sem Finnar hugsa ekki bara út fyrir boxið heldur hafa hreinlega ekki frétt af því að boxið sé til – þá hafa þau án þess að blikka auga fengið Maríu með sér í hina ýmsu dansgjörninga, utandyra, inní listasöfnum út í mýri í Lapplandi og nú síðast í Grasagarðinum í Joensuu sem var lýstur af Kari Kola sem hluti af ljósahátíð.

Deila frétt