Enginn fer til Færeyja

Færeyingar kunnu vel að meta Asmussen og lifðu sig inní sýninguna og bæði grétu og hlógu.

Við lögðum í leikferð með Enginn hittir einhvern til Færeyja í byrjun september. Og Sif Gunnarsdóttir forstjóri Norðurlandahússins skoraði á okkur að læra verkið á færeysku. Í  einhverju brjálæði tókum við þeirri áskorun, sem var nokkuð snúið fyrir mig þrátt fyrir að kunna málið en þrekraun fyrir Björn Inga sem talar ekki stakt orð.

Við fengum færeysku leikarana Katarinu Nolsoy og Hans Tórgarð til að lesa verkið inn á band og vorum svo með þau í eyrunum í allt sumar. Þetta tókst og reyndist bæði ótrúlega gefandi og skemmtilegt. Færeyingar kunnu vel að meta Asmussen og lifðu sig inní sýninguna og bæði grétu og hlógu.

Deila frétt