Æfingar hefjast á Enginn hittir einhvern

Þann 1. febrúar var samlestur á verkinu í Norræna húsinu. Leikarararnir María Ellingsen og Björn Ingi Hilmarsson lásu hinn beitta texta þar sem í sextán knöppum senum birtast ólíkar myndir af ástarsambandi karls og konu.

Teymið er ekki af verri endanum, danski leikstjórinn Simon Boberg sem leikstýrði frumuppfærslunni í Kaupmannahöfn og gjörþekkir Asmussen Raisa Foster danshöfundur frá Finnlandi, Björn Bergsteinn Guðmundsson ljósameistari, Snorri Freyr Hilmarsson leikmyndateiknari og Andreas Ljones tónskáld frá Noregi. Verkefnið er samstarfsverkefni við Norræna Húsið og Gunn Hernes og Kristjbjörg Kona Kristjánsdóttir halda um þræðina þeim megin ásamt Mikkel Harder.

Deila frétt