Hraunið

Hraunið fór í loftið á RÚV í haust og gerði mikla lukku. Í þessari sakamálaseríu leikur María rannsóknarlögreglukonuna Marín sem vinnur náið með Helga sem Björn Hlynur Haraldsson leikur. Þættirnir eru óbeint framhald þáttanna Hamarinn sem sýndir voru á RÚV 2011. Sama teymi gerir þættina; Reynir Lyngdal leikstýrir, Sveinbjörn I. Baldvinsson skrifar handrit og Snorri Þórisson og Lilja Ósk Þórisdóttir framleiða fyrir Pegasus. Víðir Sigurðsson sér um myndatöku. Að þessu sinni var Snæfellsnesið sögusviðið.

Deila frétt