Hross í oss

Fyrsta kvikmynd Benedikts Erlingssonar í fullri lengd verður frumsýnd 28.ágúst.

Grimm sveitarómantík um hið mennska í hrossinu og hrossið í manninum. Ást, kynlíf, hross og dauði fléttast saman með skelfilegum afleiðingum. Örlagasögur af fólki í sveit frá sjónarhól hestsins. Sólveig elskar Kolbein og Kolbeinn elskar Sólveigu en Kolbeinn elskar líka merina Gránu sem aftur á móti elskar folann Brún. Það er ekki víst að þessi saga endi vel. María leikur dýralækni sem geldir flottasta hestinn í myndinni.

Deila frétt