María Ellingsen

Search
Close this search box.

Höfundasmiðja hjá NYU háskóla í Arabíu

Augun mín og augun þín – er nýtt leikverk sem María Ellingsen, Kevin Kuhlke og Snorri Freyr Hilmarsson eru búin að vera með í smíðum í nokkur ár.

Verkið tengir saman líf skáldkvennana Rósu Guðmundsdóttur, Agnesar Magnúsdóttur og Guðnýjar Jónsdóttur. Þær verða allar fyrir ástarsorg í morgunsári 19 aldar og bregðast við á ólíkan hátt. Ein drepur, ein deyr og ein lifir af. Verkið er ferðalag í gegnum sorgina og inní hjartað og fjallar líka um þörf okkar til að búa til “söguna” um lífið okkar.

Í vetur fengum við tækifæri til að prufa verkið og fínpússa með leiklistardeild New York Háskóla í Dubai og er það nú tilbúið!

Deila frétt