Hæ Gosi! 2 slær áhorfsmet

Hæ Gosi 2 serían fór af að stað með miklum krafti á Skjá einum í haust og hefur nú slegið öll áhorfsmet þar. Þar fer saman úrvalslið leikara og handrit með skemmtilega óþægilegum húmor.

Síðasta sería endaði á að Fríðborg hin færeyska sem María Ellingsen leikur rauk í fússi frá eiginmanni sinn Berki sem Árni Pétur Guðjónsson leikur. Hún var búin að vera mjög upptekin af því að hressa upp á kynlíf þeirra hjóna en hann aðalega upptekin af sjálfum sér.

í Hæ Gosa 2 eltir Börkur hana til Færeyja og verður ferðin mjög skrautleg og afdrifarík. Fríðaborg fær í kjölfarið ákafa þörf fyrir að eignast barn og setur allt á annan endan til að láta þann draum rætast.

Deila frétt