Augun mín og augun þín

Augun mín og augun þín er leikverk í mótun. Í morgunsári 19. aldar urðu þrjár skáldmæltar norðanstúlkur fyrir mikilli ástarsorg hver í sínu lagi og brugðust við á ólíkan hátt. Þetta voru þær Guðný frá Klömbrum, Vatnsenda Rósa og Agnes Magnúsdóttir.

Maður Guðnýjar þoldi illa gáfur hennar og sleit samvistum við hana. Hún yfirbugaðist af skilnaðarsorginni og dó innan árs. Agnes var svikinn af ástmanni sínum og fylltist við það slíkri heift að hún réð honum bana og týnir fyrir það lífi sínu. Rósa missir æskuástina sína í hendur annarar konu en vinnur sig í gegnum sorgina og nær aftur vopnum sínum menntar sig, ferðast og loks finnur hún ástina á ný.

Lífið er lífið og engin kemst í gegnum það skrámulaust eins og sést á sögu kvennanna þriggja. En mismunandi viðbrögð þeirra við álíka áfalli er það sem vekur áhuga minn því þar skilur á milli. Agnes og Guðný tína lífi sínu um þrítugt en Skáld Rósa lifir viðburðaríku og gefandi lífi fram á sjötugsaldur.

Í verkinu um Guðnýju, Rósu og Agnesi verður bæði saga þeirra og ljóð gerð lifandi. Skyggnst aftur í tímann en líka horft á reynslu þeirra í sammannlegu ljósi og tengd við nútímann.

María Ellingsen munu vinna rannsóknarvinnu og ásamt Kevin Kuhlke og finna verkinu form. Snorri Freyr Hilmarsson leikmyndateiknari vinnur með þeim að myndrænni útfærslu samhliða.

Deila frétt